Mánudagur 30. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Íslendingar upplifðu skotárás í verslunarmiðstöð í Boston: „Þetta var eins og í alvöru bíómynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex manna hópur Íslendinga var staddur í verslunarmiðstöð í Boston á laugardaginn er skotárás átti sér stað. Engum þeirra varð meint af en maðurinn sem skotinn var, lést af sárum sínum á spítala.

„Þetta var mjög óhugnalegt og í raun eins og í bíómynd,“ sagði Ágústa Guðný Árnadóttir en hún var í fríi ásamt fimm öðrum Íslendingum, í Boston þegar þau urðu fyrir skelfilegri upplifun, skotárás.

Það er Víkufréttir sem sögðu fyrst frá málinu.

„Eftir því sem við lifum lengur bætist í reynslubankann. Rétt í þessu var skotárás í mollinu sem við vorum í í Braintree í Boston. Ekkert okkar sex sem erum saman hér úti urðum vör við skotárásina en það sem fylgdi á eftir erum við að upplifa í beinni. Guðný og Brynja læstar inni í einni búð og Ægir, Ágústa og Ágúst inni í annari. Hjörvar sem var í þriðju búðinni var rekinn út og er á leið uppá hótel. Hér eru lögreglur út um allt og verða líklega þangað til búið er að tryggja svæðið. Þar sem fréttir eru fljótar að berast þá vildum við láta ykkur vita en um leið segja ykkur að það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af okkur,“ sagði hópurinn í færslu á samfélagsmiðlum fljótlega eftir atburðinn.

Frá vettvangi árásarinnar
Ljósmynd: Víkurfréttir

Í samtali við Víkurfréttir sagði Ágúst að byssumaðurinn hefði skotið mann sem hann hefði átt í útistöðum við og hafi svo náð að hlaupa í burtu.

„Við vorum bara að labba inn ganginn þegar lögreglumenn koma hlaupandi með byssur. Við vissum þá að þetta var ekki eðlilegt og fórum inn í næstu verslun. Mínútu síðar var henni lokað og okkur sagt að fara baka til í henni og síðan lengra inn á lager þegar ljóst hvað var í gangi. Honum var síðan lokað af svo við værum örugg. Við fengum svo upplýsingar um deilur tveggja manna, annar 26 ára maður sem átti í deilum við annan. Hann var svo skotin fyrir utan og færður á sjúkrahús, í lífshættu. Byssumaðurinn náði að hlaupa í burtu og hafði ekki náðst þegar við fórum. Eftir um fjörutíu mínútur var öllum hleypt út en þá var allt morandi í lögreglu- og sérsveitarmönnum. Þetta var vægast sagt mjög óhugnalegt. Maður hefur sem betur fer aldrei upplifað svona áður en hvað gerist ekki í Bandaríkjunum. Þetta var eins og í alvöru bíómynd.“ Hópurinn er nú kominn aftur til Íslands.

- Auglýsing -

Samkvæmt upplýsingum Mannlífs er maðurinn sem skotinn var nú látinn. Hét hann Dijoun C. Beasley og var 26 ára gamall. Skotmaðurinn hefur ekki fundist enn en hin 27 ára gamla Samantha Schwartz hefur verið handtekin, grunuð um að hafa hjálpað skotmanninum við glæpinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -