Þær sorgarfŕéttir bárust að 54 ára gamall Íslendingur hafi fundist látinn á hóteli í Samut-Prakan umdæmi sem er staðsett suðaustur af Bangkok, höfuðborg Taílands, í dag.
Engir áverkar voru á manninum; en hins vegar voru töluverð ummerki um áfengisdrykkju; lögregla á vettvangi taldi frekar líklegt að andlát mannsins hafi komið til vegna ofdrykkju; mögulega hefðu þó undirliggjandi heilsufarsvandamál átt þátt í andlátinu.
Talið er að maðurinn hafi verið látin í um 12 klukkustundir áður en komið var að honum látnum.
Maðurinn hafði dvalið á hótelinu í um það bil mánuð en lögregla fékk skilaboð um að maðurinn hefði fundist látinn klukkan 11:30 að taílenskum tíma í dag; klukkan 04:30 um morguninn að íslenskum tíma.