- Auglýsing -
Íslenskur maður á fertugsaldri lést eftir skotárás í Mehamn í Finmörku í Noregi í nótt. Aftenposten greinir frá.
Lögregla var kölluð tl um klukkan 5.30 í í nótt. Maðurinn var alvarlega slasaður þegar lögregla kom á vettvang. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á staðnum, samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni.
Tveir menn voru handteknir vegna málsins. Þeir eru sagðir þekkja manninn en ekki kemur fram hver tengslin eru.
Norska blaðið Verdens Gang (VG) segir að skotárásin hafi átt sér stað í heimahúsi en ekki kemur fram hver var húsráðandi.