Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Íslendingur óttast fangelsi á Tælandi: Þráinn kallar eftir hjálp á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þráinn Stefánsson, sem búsettur hefur verið lengi í Tælandi, óttast að vera fangelsaður í landinu og hefur biðlað til utanríkisþjónustunnar um að aðstoða sig til Íslands. Það gerir hann í bréfi til borgaraþjónustunnar sem hann segir kall á hjálp og þá hafa vinir hans stofnað til fjáröflunar til stuðnings þess að hann losni frá landinu.

„Þessi póstur minn er kall á hjálp. Ég er búinn að vera fastur í Tælandi í 9 ár. Ég reyndi að koma heim í fyrra en fékk ekki stimpil útúr landi. Ég er ekki búinn að borða í meira en viku og er alveg auralaus. Ég er líka hræddur um að löggna setji mig í fangelsi ef þeir athuga með mig. Er alltaf kvíðinn og stressaður hér. Ég þrái að komast heim til Íslands og er það ætlun mín að flytja heim og vera heima það sem eftir er. Er einhver sem getur hjálpað mér? Er í mjög slæmri stöðu hér og geti ekki fengið neina aðstoð,“ segir Þráinn meðal annars í bréfi sínu.

Vakin hefur verið athygli á erfiðri stöðu Þráins í Tælandi. Það gerir Ragnheiður J. Sverrisdóttir í nýlegri færslu á Facebook og biður hún alla þá sem sjá sér fært um að styðja hann fjárhagslega að gera það svo Þráinn lendi okki í fangelsi. „Facebookvinur minn og gleðigjafinn sendir frá sér neyðakall. Hann er fastur í Taílandi, er veikur og peningalaus. Mig og fleiri langar að hjálpa honum heim, en fyrst og fremst að byrja á að aðstoða hann með mat og einnig til að geta borgað gjaldið svo hann lendi ekki í fangelsi. Kæru vinir, hjálpum fólki í neyð, það yljar manni um hjartarætur þó maður geti ekki látið nema smáræði en margt smátt gerir eitt stórt Ég vildi að ég ætti þúsundkall fyrir hvern brandara sem Þráinn hefur sett inn mér og fleirum til skemmtunar, segir Jonna.

Þeir sem vilja aðstoða Þráin í vanda geta lagt inn á eftirfarandi styrktarreikning: 544 05 416475 og kt. 2911612789.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -