- Auglýsing -
A-landsliðskonan í alpagreinum, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, byrjaði tímabilið með besta hætti er hún sigraði á alþjóðlegu móti í svigi í Finnlandi í gær.

Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16; hún náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð – en svo fór að hún endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar; varð 0,68 sekúndum á undan Cassandre Peizerat frá Fakklandi.