Laugardagur 16. nóvember, 2024
0.6 C
Reykjavik

Íslensk erfðagreining gefur Landspítalanum búnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir fyrirtækið ætla að gefa Landspítalanum hugbúnað sem muni gagnast við að halda utan um sýni og gögn. Starfsfólk ÍE geti liðsinnt spítalanum lendi hann í vanda.

„Við munum gefa honum hugbúnað sem við settum saman til þess halda utan um sýni og gögn og senda þangað fólk til þess að kenna á hann. Og þess utan ef þau lenda í vanda, eða út í mýri, þá erum við hér, atvinnumenn og konur í því að vera út í alls konar mýrum og kunnum að takast á við það og rjúkum til og hjálpum. Þetta verður í fínu lagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í yfirlýsingu á Facebook.

Þar tekur hann fram að vinskapur ríki á milli sín og Ölmu Möller, landlæknis og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Vegna orða sem hafa fallið víða á fb vil ég árétta eftirfarandi: Samskipti mín við þríeykið hafa verið mjög góð og ég lít á Ölmu og Þórólf sem góða vini og frábært samstarfsfólk.“

Kári segir það hins vegar ekki vera verkefni Íslenskrar erfðagreininar að skima eftir veirum. „Við gerðum það meðan faraldurinn gekk yfir landið vegna þess að þess þurfti og enginn annar til þess. Nú er ástandið allt annað og ekki réttlætanlegt fyrir okkur að halda því áfram,“ segir hann og bætir við að Landspítalinn sé ágætlega í stakk búinn til þess að takast á við það verkefni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -