Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Íslensk erfðagreining skimar áfram í viku til viðbótar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk erfðagreining kemur til með að sinna skimun í viku til viðbótar.

Í samtali við RÚV segir Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, að ekki náist að koma upp búnaði á spítalanum til að taka við skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir morgundaginn, en Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins hafði gefið stjórnvöldum sjö daga til að klára það. Í ljósi þess hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram skimun, að minnsta kosti viku til viðbótar, þar til spítalinn getur aukið greiningarafköst sín. Mest hefur spítalinn náð að greina 500 sýni á dag af 2000 sýnum sem stjórnvöld hafa sett sem viðmið.

Fréttastofa Vísis ræddi við Kára sem segir ákveðna dagsetningu ekki skipta öllu máli í þessu samhengi, heldur sé mikilvægast að flutningur vegna landamæraskimunar frá Íslenskri erfðagreining yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig og skili sem bestum árangri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -