Alvarleg líkamsárás var framin gegn íslenskri konu og fjölskyldu hennar á eyjunni Krít í Grikklandi.
Samkvæmt grísku fjölmiðlum var fjölskyldan flutt á sjúkrahús til aðhlynningar eftir þennan hörmulega atburð; kemur fram að búið sé að útskrifa móðurina – sem er íslensk og á fimmtugsaldri – sem og syni hennar – sem eru átján ára og 21 árs.
Eiginmaður konunnar og faðir drengjanna – kanadískur maður á fimmtugsaldri – liggur hins vegar enn á sjúkrahúsi.
Ekki er vitað um ástand hans á þessari stundu.
Samkvæmt umfjöllun grísku miðlanna gengu árásarmennirnir illa í skrokk á fjölskyldunni, en ekkert er vitað um tildrög árásarinnar sem stendur.
Fjölskyldumeðlimirnir eru með afar slæma áverka á líkama sem og andliti eftir árásina en lögreglunni á Krít hefur eigi tekist að bera kennsl á árásarmenninna.