Engin niðurstaða hefur fengist í rannsókn á morði íslenskrar stúlku sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu árið 2008, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Hrafnhildur var myrt á hótelherbergi þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri. Hún var stungin með hníf og lamin í höfuðið með barefli.
Faðir Hrafnhildar sagði árið 2009 að formlegri rannsókn á morðinu væri hætt án þess að morðinginn hafi fundist. Þrír hafi þó enn réttarstöðu grunaðra samkvæmt lögregluskýrslu sem hann fékk í hendurnar á þeim tíma.
Upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu eru þær, að þrátt fyrir að formlegri rannsókn væri lokið, verður málinu haldið opnu ef að frekari vísbendingar skyldu berast. Ræðismaður Íslands í Dóminíska lýðveldinu, sem hafði verið í vikulegu sambandi við lögregluna þar í landi á þeim tíma, sagðist myndi fylgjast áfram með gangi mála.
Lést af völdum höfuðhöggs
Rafael Calderon, yfirmaður lögreglunnar í Puerto Plata, staðfesti það að Hrafnhildur hefði látist eftir þungt höfuðhögg. Hann segir að líklega hafi hún verið slegin í höfuðið með einhvers konar kylfu. Grunn stungusár eftir hníf voru einnig á líkama hennar.
Reynt að þagga niður málið
Junior Enrique, rannsóknarblaðamaður dagblaðsins El Nuevo Norte í Cabarete segir lögregluna hafa reynt að þagga málið niður eftir að það kom upp með því að segja fjölmiðlum fyrst að um sjálfsmorð hafi verið að ræða.
Honum hafi hins vegar borist myndir af líki Hrafnhildar sem bentu ótvírætt til þess að hún hafi verið myrt. Myndirnar voru birtar á fréttavef dagblaðsins en eftir það viðurkenndi lögreglan fyrst að um morð hafi verið að ræða. Enrique segir myndbirtingunni að þakka að lögreglan hafi rannsakað málið betur.
Þegar haft var samband við lögreglu til að kanna ásakanir blaðamannsins, afsakaði hún svörin sem upphaflega gefin voru fjölmiðlum og sagði málið nú rannsakað sem morð.
Fyrstu stig rannsóknar
Fjórir voru handteknir í tengslum við málið á sínum tíma, þrir karlmenn og ein konu. Var eitt þeirra grunað um morðið, en hin þrjú talin vita málavöxt. Tvö þeirra voru starfsmenn hótelsins sem Hrafnhildur vann hjá á Cabarete-ströndinni, en tveir voru kunningjar hennar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu tóku 9 lögreglumenn þátt í rannsókninni auk ríkislögreglustjóra.
Hrafnhildur var myrt í strandbænum Cabarete í Dóminíska lýðveldinu á sunndagskvöldi en fannst ekki fyrr en eftir hádegi daginn eftir.
Lögreglan grunar að Hrafnhildur hafi átti í ástarsambandi við hinn meinta morðingja, Franklin Genao Alias og að morðið hefði verið „ástríðuglæpur.“
Sá grunaði
Í fyrstu var haldið að félagar í alþjóðlegu glæpasamtökunum Hells Angels hefðu átt þátt í morðinu, en þeir höfðu verið að koma sér fyrir í smábænum Cabarete í Dóminíska lýðveldinu, en svo virtist ekki vera.
Maðurinn sem grunaður var um morðið á Hrafnhildi heitir Frederick Franklin Genao. Hann var yfirheyrðu af lögreglunni í Puerto Plata, en svo ekkert meira.
Auk hans voru í haldi lögreglu þau Kelvin Corniel Fermín sem talinn var fyrrum kærasti Hrafnhildar og starfsstúlka á hótelinu, Paola Jimenez Rodriguez.
Samkvæmt fréttavefnum El Nuevo Norte var rannsakað hvort þau síðarnefndu hefðu verið í vitorði með meintum morðingja Hrafnhildar.
Á ferðalagi um heiminn
Hrafnhildur hélt í ferðalag um heiminn í apríl 2008. Á bloggsíðu sem hún hélt úti sagðist hún vera að ferðast án tiltekinnar stefnu eða endadagsetningar. Hrafnhildur hóf ferðalag sitt í Ástralíu. Á leið sinni til Dóminíska lýðveldisins kom hún víða við, meðal annars í Dubai, Oman og New York. Til Dóminíska lýðveldisins kom hún svo um miðjan júlí og hóf störf á hótelinu um svipað leyti. Þar ætlaði hún dveljast út janúar en framhaldið var óákveðið.
Íslensk stjórnvöld brugðust fjölskyldunni
Í gær á Vísi, sagði móðir stúlkunnar, að íslensk stjórnvöld hefðu brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra horfði á viðtalið í gær og segir að í kjölfar þess hafi lögreglan ákveðið að óska eftir upplýsingum um málið.
„Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma.“
Árið 2013, fimm árum eftir morðið, gagnrýndu foreldrar Hrafnhildar rannsóknina og segjast aldrei hafa haft trú á henni eða því að morðinginn myndi nást. Þau sögðu þá að sú staðreynd að málið sé óleyst hafi gert þeim nánast ókleyft að syrgja dóttur sína. Þau þurfi að sjá að allt sé reynt til að upplýsa hver myrti Hrafnhildi og þannig geti þau syrgt hana á eðlilegan hátt.
Heimildir:
Elísabet Inga Sigurðardóttir. 16. ágúst 2022. Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu. Vísir.
Innlent. 24. september 2008. Hrafnhildur lést af völdum höfuðhöggs – Fjórir í haldi. Vísir.
Kastljós. 01. janúar 2013. Þrá að finna morðingja dóttur sinnar. RÚV.
Styrktarsjóður Hrafnhildar. 25. september 2008. Einn grunaður um morðið, fjórir yfirheyrðir. MBL