Þó að Ísland hafi gengið langt í kvennréttindabaráttunni er samt verulegur launamunur milli karla og kvenna, t.d. árið 2019 var hann 14% á Íslandi miðað við 14,1% í ESB. Þess vegna kallar Evelyn á bindandi aðgerðir og algjöra hugfarsbreytingu, þ.e.a.s. háar sektir gegn fyrirtækjum sem brjóta jafnréttislög og gildar skilgreiningar á jafnrétti.
Austurríski evrópuþingmaðurinn Evelyn Regner hefur átt fundi með hinum ýmsu félagasamtökum hér á landi sem láta sig jafnrétti kynjanna varða.
„Við viljum fræðast um jafnlaunastefnu og læra af Íslandi. Ísland er ekki aðeins þekkt fyrir jafnrétti kynjanna heldur er það notað sem eins konar viðmið. Við viljum læra meira um þetta því við hjá ESB vinnum að löggjöf gegn kynbundnum launa- og lífeyrismun, svonefndri gagnsæistilskipun,“ segir Evelyn.
Jafnlaunavottun, sem er ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun, var lögfest hér á landi fyrir fjórum árum.
„Samt sem áður er enn launamunur, meira að segja á Íslandi. Það sem þarf eru bindandi aðgerðir og algjör hugarfarsbreyting. Við þurfum hvort tveggja. Við þurfum sektir, tvímælalaust. Refsiákvæði eru nauðsynleg, annars verður ekkert af þessu og jafnrétti kynjanna kemur aldrei. Til eru ólíkar aðferðir. Í Evrópusambandinu er misjafnt hugarfar meðal aðildarríkjanna. Í sumum aðildarríkjum er gott að setja háar sektir,“ segir Evelyn.
Í öðrum ríkjum er vænlegra að nýta opinber útboð á verkefnum fyrir hið opinbera. Þannig geti aðeins fyrirtæki sem hafa útrýmt kynbundnum launamun hreppt verkefni á borð við vegaframkvæmdir og húsbyggingar.
Heimild: www.esb.is