Í var greint frá því að tveir Íslendingar væri á sjúkrahúsi í Alicante vegna gruns um að hafa smitast af kórónaveirunni.
Í frétt á mbl.is segir að búið sé að staðfesta að ekki sé um kórónasmit að ræða eins og hafi verið óttast. Utanrýkisráðureytið staðfesti það er fram kemur í frétt á mbl.is.
Í gær, 27. janúar, hafði sýking af völdum 2019-nCoV, áður óþekkt kórónaveiruafbrigði, verið staðfest hjá um 2.800 einstaklingum og um 80 einstaklingar hafa látist (2,8%). Auk þess eru upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst á Íslandi ef fram kemur á vef landlæknis.
Sjá einnig: 9 mánaða stúlka yngst greindu