Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

Íslenskir dansarar svekktir á Spáni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við fáum allavega að útskrifast en það er auðvitað mjög svekkjandi að gera það ekki með eðlilegum hætti og upplifa lokaárið sitt svona. Þetta er ekki gaman, “ segir Katrín Birna Vignisdóttir, útskriftarnemi í dansi við listaháskóla í Barcelona, sem þarf nú að klára lokaprófin heiman frá sér eftir að skólahald háskólans sem hún útskrifast var lagt af vegna útbreiðslu kórónaveirunnar á Spáni.

Katrín Birna Vignisdóttir, útskriftarnemi í dansi við listaháskóla í Barcelona.

Katrín Birna hefur áhyggjur af því að þetta geti haft áhrif á framtíðarmöguleika sína og þeirra íslensku dansara sem útskrifast frá skólanum í ár.
„Þetta er allt saman mjög óljóst í augnablikinu. Vonandi fáum við að vita eitthvað fljótlega eftir páska. Öll lokaprófin sem við eigum eftir verða bara á netinu en við vitum samt ekki alveg hvernig þau próf verða. Ég á til dæmis eftir próf í loftfimleikum og það gæti orðið dálítið erfitt heima í stofu,“ segir Katrín Birna og bendir á að útskrifarsýning skólans hafi verið aflýst þangað sem þekktir danshöfundar og fjöldi umboðsmanna koma gjarnan til að gera samninga við framtíðardansara.

Aðspurð hefur hún áhyggjur af því að þetta kunni að hafa áhrif á framtíðarmöguleika íslensku dansaranna sem nú eru að útskrifast. „Það var búið að bóka fullt af flottum nöfnum. Það er ótrúlegt svekkelsi að missa af þessu og ég hef smá áhyggjur af því að þetta gæti haft áhrif á okkar framtíð.“

„Það er ótrúlegt svekkelsi að missa af þessu og ég hef smá áhyggjur af því að þetta gæti haft áhrif á okkar framtíð.“

Auður Huld Gunnarsdóttir.

Auður Huld Gunnarsdóttir útskrifast nú einnig frá sama háskóla og hún tekur undir að staðan nú gæti haft áhrif á framtíð dansaranna. Hún saknar þess mjög að geta ekki mætt í skólann og klárað lokaárið með stæl. „Ég er að reyna að vera jákvæð en þetta er auðvitað bara glatað. Mér finnst leiðinlegt að missa af tímanum með öllu þessu góða fólki og allri þjálfuninni. Þetta mun pottþétt hafa áhrif á möguleika einhverra en ég er sem betur nú þegar komin með einhverja möguleika. Það er bæði leiðinlegt og svekkjandi að útskrifast með þessum hætti,“ segir Auður Huld.

Katrín Birna segir það mikilvægasta þó að hún nái að útskrifast og segir skólann gera allt sem hægt er til að aðstoða nemendur inn í framtíðina. „Við fáum líklega bara eitthvað blað með útskriftarprófinu. Við erum erum með góða kennara sem eru að hjálpa okkur með myndbönd sem við náum þá að senda út til umboðsmanna. Það eru allir að reyna sitt besta en auðvitað er maður svekktur og eðlilegt að þetta kunni að hafa áhrif á okkar framtíðarmöguleika.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -