Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Íslenskir dómstólar hafa beitt tilskipun Evrópusambandsins með röngum og íþyngjandi hætti gagnvart launafólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt nýlegum dómi Evrópudómstóls ber atvinnurekendum að upplýsa starfsmenn um ótekið orlof og frítökurétt. Það sé ekki á ábyrgð starfsmanna og þá sé ekki heimilt að fella niður frídaga sökum „sinnuleysis” launþega.

„Íslenskir dómstólar hafa beitt tilskipun Evrópusambandsins með röngum og íþyngjandi hætti á síðustu árum,” segir á vef BSRB. Á Íslandi gilda tvær tilskipanir Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins sem fela í sér tiltekin réttindi launafólks.

Tilskipun 89/391 um aukið öryggi og heilbrigði launafólks og hins vegar tilskipun 2003/88 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma. Þessar tilskipanir tryggja margvísleg réttindi. Þar má nefna daglega lágmarkshvíld starfsmanna og vikulegir frídagar.

Dómur Evrópudómstóls er skýr um það að atvinnurekendum ber að tryggja að starfsmenn fái upplýsingar um ótekið orlof og frítökurétt. Íslenskir dómstólar hafa því ranglega látið kröfur starfsmanna vegna orlofs falla niður vegna tómleysis þeirra, samkvæmt áliti BSRB.

„Þegar starfsmaður á ótekið orlof hafa íslenskir dómstólar talið það geta hafa fallið niður fyrir tómlæti þar sem starfsmaður krafðist þess ekki að fá það greitt eða tekið út fyrr en seint og síðar meir.” Of langur tími hafi því liðið frá upphafi frítökurétts þar til starfsmaður krafðist þess að nýta hann. „Umræddur starfsmaður vissi ef til vill ekki að hann ætti inni ótekið orlof eða uppsafnaðan frítökurétt þar sem ekkert kom fram um slíkt á launaseðli og upplýsingagjöf atvinnurekanda var ef til vill ekki nægileg.”

„Þrátt fyrir það hafa dómstólar talið kröfur vegna slíks orlofs fallnar niður vegna tómlætis. Nýlegur dómur Evrópudómstólsins tekur af öll tvímæli um að það sé á ábyrgð atvinnurekanda, en ekki starfsmanns, að tryggja öryggi, heilbrigði og aðbúnað starfsmanna sinna.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -