Tekjutap íslenskra hátíðarhaldara vegna faraldurs kórónuveiru hleypur á milljörðum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að bakhjarlar stórra hátíða eins og Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum og Secret Solstice séu þeir sem verða fyrir einna mestu höggi. Rætt er við Víking Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóra Secret Solstice, sem segir tekjutap hátíðarinnar nema 500 til 600 milljónum króna.
Neistaflugi í Neskaupstað, Mýrarboltanum á Ísafirði, Landsmóti hestamanna á Hellu og fjölda annarra hátíða hefur verið frestað og segir í umfjöllun Morgunblaðsins að í tilviki Landsmóts hestamanna nemi beint tekjutap á annað hundrað milljónum króna. Í öllum tilvikum sé óbeinn tekjumissir. Auk þessi hafi fjölda minni hátíða og samkoma verið aflýst eða frestað. Óljóst sé hversu mikið tekjutap það hafi í för með sér.