Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Íslenskir lögreglumenn munu gæta landamæra Úkraínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ríkislögreglustjóri undirbýr að senda íslenska lögreglumenn til að gæta landamæra Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Lögreglumennirnir bætast þá í stöðulið Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu, FRONTEX, þar sem Landhelgisgæslan hefur gegnt hlutverki á Miðjarðarhafinu til þessa.
Íslensku lögreglumennirnir verða þá í hópi 3.000 landamæravarða til að auka aðstoðina á landamærum Úkraínu. Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs Ríkislögreglustjóra um stríðið í landinu kemur fram að verið sé að undirbúa að Íslendingar hjálpi þar á landamærunum.
Hér á landi hefur samhæfingarstjórn almannavarna verið virkjuð vegna tíðrar komu úkraínskra flóttamanna. Frá ársbyrjun hafa 513 einstaklingur sótt hér um alþjóðlega vernd og þar af er nærri helmingur fólk með tengsl við Úkraínu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -