Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Íslenskir pabbar hafa safnað fimm milljóna styrktarfé fyrir jólin handa fátækum fjölskyldum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskir feður hafa rakað saman fimm milljónum króna í söfnunarfé sem renna á til fjölskyldna sem virkilega þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Styrkarféð verður afhent góðgerðafélögum á næstunni sem veita styrki beint til fjölskyldna.

Blásið var til söfnunarinnar í hópi íslenskra feðra á Facebook, pabbatips. Að baki hennar standa þeir Hjalti Ásgeirsson, Ívar Daníelsson og Sindri Freyr Alexandersson sem þökkuðu fyrir frábærar undirtektir með þakkarfærslu. „KÆRU PABBAR !!! Við erum á lokametrum söfnunar okkar hér á pabbatips, þær stórfréttir voru að berast að VIÐ HÖFUM NÁÐ 5 MILLJÓNUM !! TAKK TAKK TAKK pabbar !! Ég persónulega bauð fram mína krafta til að leggjast yfir bakvinnslu góðgerðafélaga fyrir hönd okkar drengja og hef uppfrætt þá jafnóðum, við viljum jú vita hvar peningunum er best varið og að þeim sé varið eins og við töluðum um í byrjun, til styrktar fjölskyldna sem virkilega þurfa á því að halda fyrir jólin,“ segir Ívar og bætir við:

„Við vissum frá byrjun að við myndum ekki fara í að útdeila féinu sjálfir enda gríðarleg vinna þar að baki sem við getum hreinlega ekki tekið á okkur eins og er. Það kom einnig upp sú pæling að jafnvel semja við fyrirtæki um að kaupa matarskammta og fá einhverskonar framlag á móti og afhenda þannig en svo bara áttuðum við okkur á því að það er miklu meiri vinna en allt annað og þar af leiðandi ekki framkvæmanlegt. Niðurstaðan var sú að styrkja minni félög sem veita styrkina BEINT til fjölskyldna, eins og við lögðum upp með strax í byrjun.“

Þeir félagar hafa nú ákveðið að láta söfnunarféð renna til styrktarfélaganna Góðvildar, Ljónshjarta og Samferða þar sem ekkert þeirra ber útgjöld og því komi féð til með að renna beint til þeirra fjölskyldna sem mest þurfa. „Við komum til með að deila fénu á næstu dögum niður á þessi 3 félög, við erum virkilega þakklátir fyrir ykkar þátttöku og ykkar góðmennsku, við drengir erum hrærðir yfir því hvað þessi hópur á fallegar sálir. Bestu þakkir fyrir ykkar framlag kæru feður, þið eruð bestir,“ segir Ívar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -