Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Íslenskir rithöfundar ræða um hefðina, nútímann, ímyndunarafl, glæpasögur og ofurhetjur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á bókamessunni sem fram fer í Gautaborg næstu helgi, eða 26.- 29. september.

 

Þau ræða meðal annars um hefðina og nútímann, ímyndunarafl og ljóðrænu í tungumálinu, nýjar glæpasögur og ofurhetjuna Viktoríu.

Þegar gamalt mætir nýju. Auður Ava í aðaldagskránni

Á laugardeginum ræðir Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, við rithöfundana Dörte Hansen frá Þýskalandi og Elinu Olofsson frá Svíþjóð um það þegar hefðin mætir nútímanum og þegar hið framsækna mætir því íhaldssama út frá nýjustu bókum þeirra. Yfirskriftin er När gammalt möter nytt og verður spjallinu stýrt af dramatúrgnum Anneli Dufva.

Kristín í ljóðadagskránni Rum för poesi

Kristín Ómarsdóttir les upp ljóð sín í ljóðadagskránni Rum för poesi  á laugardeginum en hún er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðabók sína Kóngulær í sýningargluggum. Margir íslenskir höfundar hafa komið fram í Rum för poesi á liðnum árum en dagskránni er stýrt af Per Bergström sem rekur sænsku bókaútgáfuna Rámus.

- Auglýsing -

Ljóðrænt tungumál og ímyndunaraflið 

Á laugardagsmorgninum klukkan 11.00-11.30 taka Auður Ava og Kristín að auki þátt í viðburði sem sænski þýðandinn John Swedenmark stýrir í Världskulturmuséet í Gautaborg með yfirskriftinni Att skapa och skaka om världen. Þar verður rætt um ímyndunaraflið og hið takmarkalausa ljóðræna tungumál og lesa höfundarnir úr verkum sínum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Litteraturhuset í Gautaborg, Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og Föreningen Norden.

Ragnar í glæpasagnadagskránni Crimetime

- Auglýsing -

Crimetime er glæpasagnadagskrá sem er nú hluti af Gautaborgarmessunni annað árið í röð og verður Ragnar Jónasson fulltrúi Íslands þar. Hann ræðir við Lottu Olsson um verk sín undir yfirskriftinni Möt Islands nya krimstjärna!. Ragnar nýtur mikilla vinsælda meðal sænskra lesenda, en bók hans Dimma er á lista yfir bók ársins þar í landi og var söluhæst á Akademibokhandeln list í þrjár vikur í apríl. Einnig er Drungi komin út í sænskri þýðingu og er Modernista útgefandi bókanna í Svíþjóð.

Íslenski básinn

Dagskrá fyrir unga lesendur og íslenskar fjölskyldur í Gautaborg

Sigrún Eldjárn kemur fram í barnadagskránni Barnsalongen á sunnudeginum, en hún er tilnefnd til barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs. Sigrún segir þar frá bókum sínum um Sigurfljóð sem hún skrifar bæði og myndskreytir. Auk þess verður hún í viðburði fyrir Íslendinga búsetta í Gautaborg á sunnudeginum kl. 10. 30 í Språkcentrum i miðborg Gautaborgar. Það er íslenski menningarklúbburinn, undir stjórn íslenska konsúlsins i Gautaborg, sem hefur umsjón með viðburðinum í samvinnu við íslenska móðurmálskennarann þar í borg.

Íslenskar bækur á básnum

Miðstöð íslenskra bókmennta heldur utan um dagskrá íslensku höfundanna í samráði við stjórnendur messunnar. Íslenski básinn á bókamessunni er í samstarfi við Íslandsstofu en þar eru bækur íslenskra höfunda kynntar og seldar, margar hverjar í sænskum þýðingum og það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem hefur umsjón með því.

Íslenski básinn er númer C03:39 og er hönnun hans í höndum HAF studio .

Sjá hér heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2019.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -