Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Íslenskir sjómenn æfir – Gunnvör svo gráðug að líf þeirra skipti ekki máli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjómannasamband Íslands fordæmir harðlega í yfirlýsingu framkomu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út togarann Júlíus Geirmundsson ÍS. Sjómenn segja útgerðina hafa valið gróða fram yfir heilsu starfsmanna.

Mannlíf greindi frá því fyrr í dag að forsvarsmenn Gunnvarar hafi ítrekað verið hvattir til að halda með skipið í land í COVID-sýnatöku. Þau tilmæli bárust frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, meðal annars á þriðja degi túrsins. Útgerðin lét það sem vind um eyru þjóta.

Nú eru 22 af 25 manna úr áhöfn frystitogarans sýktir af veirunni skelfilegu sem grasseraðist um borð í þá 20 daga sem skipið hafði verið í veiðiferðinni. Yfirlýsing Sjómannasambandsins er harðorða og segja þeir að eina ástæðan fyrir þessu sé græði þeirra sem voru í landi.

Hana má lesa hér fyrir neðan en Valmundur Valmundsson skrifar undir hana:

Í upplýsingum frá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum kemur fram að í byrjun veiðiferðar Júlíusar Geirmundssonar ÍS – 270, þar sem stærsti hluti áhafnarinnar veiktist af kórónuveirunni, hafi verið óskað eftir því við útgerðina að skipið kæmi í land vegna veikinda skipverja um borð. Beiðnin var ítrekuð þegar leið á veiðiferðina og fleiri veiktust. Fram kemur að útgerðin hafi hafnað þessum beiðnum sóttvarnalæknisins.

Stjórn Sjómannasambands Íslands lítur viðbrögð útgerðarinnar alvarlegum augum þar sem ekki dylst nokkrum manni að farsótt geysar í landinu. Samtök sjómanna og útgerðarmanna sendu í byrjun faraldursins út tilmæli til útgerða og sjómanna hvernig ætti að bregðast við kæmu upp veikindi um borð. Þau voru og eru alveg skýr. Útgerðin virðist hafa hunsað þessi tilmæli með öllu og hélt skipinu til veiða þrátt fyrir að skipverjar veiktust hver af öðrum. Í þessu tilviki virðist útgerð einungis hafa hugsað um fjárhagslegan ávinning útgerðarinnar frekar en heilsu og velferð áhafnar sinnar. Sjómannasamband Íslands fordæmir þá lítilsvirðingu sem útgerðin sýndi áhöfn skipsins með því að halda áfram veiðum þrátt fyrir mikil veikindi um borð.

- Auglýsing -

Íslenskir sjómenn hafa unnið mjög náið með sínum útgerðum og sóttvarnaryfirvöldum til að reyna að koma í veg fyrir að smit berist um borð í skip og hafa þeir teygt sig ansi langt í þeim efnum umfram það sem kjarasamningar gera ráð fyrir.

Sjómannasamband Íslands krefst þess að íslenskar útgerðir fari að umræddum tilmælum í hvívetna og stofni ekki lífi og limum áhafna sinna í hættu að óþörfu á þessum hættutímum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -