Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Íslenskir verkfræðingar leysa gátuna um hvernig er best að kæla bjór

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verkfræðingar á Pi Verkfræðiþjónustu hafa loksins leyst deiluefni margra Íslendinga um áratugaskeið. Þeir hafa loksins komið að endanlegri niðurstöðu um hvernig sé best að kæla volgan bjór. Þetta hafa þeir mælt og lítið hægt að þræta um það. Best er að kæla baukinn með rennandi vatni úr krana.

Á Facebook lýsa verkfræðingarnir þessu nánar. „Hver kannast ekki við hið hvimleiða vandamál að langa í bjór en eiga bara volgan? Þá er spurningin hvort tekur skemmri tíma að kæla bjórinn með vatni eða setja í frystinn? Þessari spurningu verður hér svarað með mælingum, sjá graf hér að neðan.

Á tímabili 1 var bjórdós kæld með rennandi vatni úr krana. Hitinn fór úr stofuhita, um 23C, í um 7,7C. Það tók um 6 mínútur að ná 90% af lokahita (9,3C).

Á tímabili 2 var dós sett í frysti. Upphafshiti var aftur stofuhiti og það tók 22 mínútur að ná 9,3C eða um fjórum sinnum lengri tíma en með vatni,“ segir í færslunni.

Bjórinn kólnar því margfalt hraðar með rennandi vatni. „Mesta hitafall í vatnskælingunni var um -4,9C/min en um -0,6C/min í frysti. Hér er munurinn um áttfaldur.Það er augljóst að skemmri tíma tekur að kæla bjórinn með vatni. Við vitum ekki hlutina nema að mæla þá. Pi verkfræðiþjónusta er sérfræðingur í hitamælingum. Endilega að dreifa þessum upplýsingum til allra áhugamanna um kalda drykki.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -