- Auglýsing -
Bandaríska hljómsveitin Weezer sendi frá sér myndband við lagið California Snow í gær. Íslenskt landslag leikur stórt hlutverk í myndbandinu.
Lagið California Snow er þemalag kvikmyndarinnar Spell sem fjallar um bandarískan listamann að nafni Benny sem ferðast til Íslands í kjölfar andláts unnustu sinnar.
Leikstjóri Spell er Brendan Walter, en Walter er hvað þekktastur fyrir gerð tónlistarmyndbanda, m.a. fyrir Weezer. Walter leikstýrir einnig myndbandinu við lagið California Show.
Hópur íslenskra leikara fer með hlutverk í Spell, m.a. Birna Rún Eiríksdóttir og Magnús Jónsson.
Myndbandið við California Snow má sjá hér fyrir neðan:
Stiklu fyrir myndina Spell má sjá hér: