Á samskiptavefnum Twitter hefur þráður nokkur vakið mikla athygli í ljósi nýrrar MeToo bylgju. Eins konar bannlisti er kominn í umferð með nöfnum listafólks sem fólki ráðlagt er að skipta ekki við.
Í umræddum þræði spyr færsluhöfundur, Steinunn Ása Sigurðardóttir, eftirfarandi spurningar: „Hvaða listamenn mynduð þið ekki ráða í verkefni?
Ég skal byrja…“ segir Steinunn og nefnir þá tvo þjóðþekkta menn í þræði sínum.
Óljóst er hvaða upplýsingar liggja að baki þessarar ákvörðunar um að efla til þráðs um umrædda listamenn. Netverjar standa annars vegar ekki á svörum og ýmsir sem rita athugasemdir við þráðinn veita engan afslátt. Koma meðal annars eftirfarandi umsagnir fram í þræðinum: