Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Íslensku olíufyrirtækin flytja inn lífeldsneyti í stað þess að nota íslenskt rafeldsneyti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Við framleiðum rafeldsneyti, það er að segja metanól, sem framleitt er með því að rafgreina vatn og síðan að blanda vetni sem úr því kemur saman við koltvísýring sem við föngum úr afgasinu úr virkjun HS orku hér í Svartsengi,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Carbon Recycling International í samtali við fréttastofu RÚV.

Gæti framleitt eldsneyti fyrir allan fiskiskipaflotann

Verksmiðja í Svartsengi gæti framleitt umhverfisvænt eldsneyti fyrir allan fiskiskipaflotann segir talsmaður Carbon Recycling International. Áhugann vantar hins vegar í hópi kaupenda. Þess vegna liggur öll framleiðsla niðri. Engu að síður skilaði fyrirtækið hagnaði í fyrra og er það vegna áhuga í Kína og Noregi á tækniþekkingunni hér á landi.

Carbon Recycling International var sett á laggirnar fyrir sextán árum og verksmiðjan í Svartsengi á Reykjanesskaga hóf starfsemi fyrir tólf árum.

„Með því að búa til þetta rafeldsneyti getum við hætt að nota olíu og brenna henni hvort sem það er í bílum, flugvélum eða skipum. Síðan er líka ákveðinn þáttur í þessu að minnka losunina á þessum gösum hér í Svartsengi,“ segir Benedikt.

Getur fyrirtækið framleitt nægt rafeldsneyti fyrir fiskiskipaflotann og innanlandsflugið?

„Fyrir fiskiskipaflotann er þetta gerlegt. Við myndum þá þurfa að nýta allan þann koltvísýring sem kemur frá öllum jarðvarmavirkjum á Íslandi og kísilmálmverksmiðjunum,“ segir Benedikt.

Hins vegar vantar raforkuna til framleiðslunnar og horfir Benedikt þá helst við vindorku.

Ekki raunhæft að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt fyrir 2040

Ríkisstjórnin stefnir að því að allri notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt fyrir 2040.

- Auglýsing -

„Ja, eins og staðan er í dag er það kannski ekki raunhæft því það er svo lítið búið að gerast. Okkar fyrirtæki er þegar búið að vera í 16 ár að störfum. Við erum frumkvöðlar á þessu sviði, framleiðslu rafeldsneytis, í heiminum. Í Evrópu vorum við með stærstu rafgreina og stærstu föngun á koltvísýringi þegar þessi verksmiðja fór í gang 2012. Nú er hraðinn erlendis orðinn miklu meiri og við erum í ákveðnu kapphlaupi við að halda þessu forskoti sem tækniútflytjandi. Við sjáum líka hér innanlands að það er ákveðinn hægagangur í því að virkja raforku og koma í gang þessum orkuskiptum sem nauðsynleg eru til þess að ná þessum markmiðum,“ segir Benedikt.

Framleiðslan liggur niðri vegna skorts á kaupendum

Í Svartsengi er allt sem þarf til þess að framleiða rafeldsneyti sem er umhverfisvænt eldsneyti. En framleiðslan liggur niðri og ástæðan er sú að það er ekki áhugi á afurðinni hér innanlands.

Engu að síður var hagnaður af rekstri fyrirtækisins í fyrra en það er vegna þess að fyrirtækið hefur komið að uppsetningu rafeldsneytisverksmiðja í Kína og Noregi.

- Auglýsing -

„Íslensku olíufyrirtækin kusu frekar að flytja inn lífeldsneyti heldur en að kaupa íslensk rafeldsneyti. Ég held reyndar að viðhorfið sé að breytast,“ segir Benedikt.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -