„Ég lenti í langri yfirheyrslu þegar ég fór frá Ísrael fyrir margt löngu, hafandi ferðast um herteknu svæðin,“ skrifar Egill Helgason fjölmiðlamaður á Facebook í tilefni frétta af yfirheyrslu Monu Berntsen, dansara í atriði Madonnu á Eurovision.
Mona er dansarinn sem bar fána Palestínu á baki í atriði Madonnu. Á Instagam sagðist hún hafa verið yfirheyrð í meira en eina og hálfa klukkustund á flugvellinum í Tel Aviv.
Vegabréfið hafi verið tekið af henni og hún beðin um um gera grein fyrir ævi sinni, tú, fjölskyldu og hvaða arabísku lönd hún hafi heimsótt. Þá hafi hún þurft að útskýra ástæðu komu sinnar og fara í smáatriðum yfir heimsókn sína til Jerúsalem fyrir þremur árum
Egill Helgason segir að hann hafi á sínum tíma misst af flugi frá Ísrael. „Þetta var algjörlega tilgangslaus yfirheyrsla, það var einungis verið að kunngjöra hver hefði valdið. Ísrael er gegnsýrt af ofbeldi,“ skrifar fjölmiðlamaðurinn.