Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Ístak fagnar 50 ára afmæli með 6 ára kennitölu – „Þetta er ekki kennitöluflakk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er ekki kennitöluflakk þar sem hin kennitalan er ennþá til. Við erum stolt af langri sögu okkar og teljum okkur eiga hana alla,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, um þá staðreynd að fyrirtækið er með sex ára gamla kennitölu á sama tíma og það auglýsir 50 ára afmæli.

Í dag auglýsti Ístak með stolti 50 ára afmæli sitt en það hóf störf árið 1970 og var stærsta verkefni fyrirtækisins það árið gerð Búrfellsvirkjunar. Síðan þá hefur það komið að mörgum stórum og mikilvægum verkefnum hér á landi, meðal annars Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Ráðhúsi Reykjavíkur og Hvalfjarðargöngin.

Ístak fagnar 50 ára afmæli á árinu og birti heilsíðu í Morgunblaðinu í dag af því tilefni.

Saga þess er því merk en staðreyndin er engu að síður sú að kennitala Ístaks er frá árinu 2014. Aðspurður segir Karl of miklar ábyrgðir hvíla á gömlu kennitölunni vegna útrásarverkefna sem trufli það sem fyrirtækið sinnir hér á landi.

„Sú sem er vikt núna er sex ára en hin kennitalan er enn við lýði. Við bara notum hana ekki því við fórum í mikla vinnu í Noregi eftir hrunið og þar eru miklar ábygðir ennþá á okkur. Við vorum ekki eins sniðugir og aðrir að búa til nýja kennitölu fyrir útrásina. Þetta fór ekki á hausinn og við klárum okkar plikt en hvílum bara kennitöluna. Þetta er ekki kennitöluflakk, og sagan er okkar“ segir Karl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -