Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Ítalir sem ekki hlýða fyrirmælum um sóttkví gætu verið ákærðir fyrir morðtilraun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þeir Ítalir sem ekki hlýða fyrirmælum um sóttkví heima sér, finni þeir fyrir einkennum öndunarfærasýkingar, geta átt á hættu að verða ákærðir fyrir morðtilraun og refsingin er allt að 21 árs fangelsisvist. Það gildir þó aðeins ef viðkomandi smitar einhvern sem síðar deyr af völdum sjúkdómsins. Aðrir sem ekki fara í sóttkví eru þó ekki lausir allra mála því þeir gætu verið ákærðir fyrir að valda öðrum skaða og refsingin við því er allt að sex mánaða fangelsisvist.

Metro hefur eftir ítölsku vefsíðunni Il Sole 24 Ore að hver sá sem mætir til vinnu eftir að hafa verið í samskiptum við einhvern sem er sýktur eða lætur hjá líða að upplýsa þá sem hann umgengst um áhættuna á því að hann sé smitberi geti sömuleiðis átt von á ákæru. Segir blaðið að refsingin sé í samræmi við þá refsingu sem HIV-smitaðir sæti ef þeir smita aðra viljandi.

Kórónaveirusmitum heldur áfram að fjölga hratt á Ítalíu, þrátt fyrir lokanir skóla og verslana og ferðabann og eru nú um 12.000 staðfest smit í landinu og 827 eru látnir af völdum veirunnar.

Sjá einnig: Samkomubann á Ítalíu vegna veirunnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -