- Auglýsing -
Magnús Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir hafa nú eignast son; parið greindi frá gleðitíðindum á Facebook.
Um að ræða fyrsta barn parsins áðurnefnda – en fyrir eiga þau samtals fjögur börn úr fyrri samböndum.
Það hefur verið mikið að gera hjá parinu; fyrr á þessu ári settu þau einbýlishús sitt í Skerjafirði á sölu; keyptu hús að Bakkavör á Seltjarnarnesi í staðinn:
„12.12.2022 kom lítill Scheving í heiminn,“ skrifar Hrefna á Facebook:
„Öllum heilast vel…nema kannski hundinum sem er hundfúll.“ skrifar Hrefna.