Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Íþróttabörn líklegri til að svindla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Börn sem stunda afreksíþróttir eru líklegri til að svindla síðar í lífinu en þau sem ekki eru í íþróttum. Ástæðan fyrir því er sú að keppniseðli kennir fólki að það sé betra að vinna en að gera hlutina rétt, að sögn Gunnars Valgeirssonar, prófessors í félagsfræði við Californía State-háskóla í Bandaríkjunum.

Gunnar hélt erindi um afreksíþróttir í Háskóla Íslands á dögunum. Í erindinu fjallaði hann um afreksstefnu í íþróttastarfi barna í Bandaríkjunum. Þar á meðal um félög sem eru rekin í hagnaðarskyni og nefnast farandsfélög. Markmið þeirra er að búa til af­reksfólk. Félögin bjóða efnilegum börnum að æfa í 2-3 klukkustundir á dag og keppa um helgar. Þessu fylgir mikið álag og getur haft óæskilegar afleiðingar í för með sér, brotfall, meiðsli, streitu og kulnun.

„Félagsfræðingar hafa komist að því að börnum sem eru í skipulögðum íþróttum gengur betur en öðrum börnum í lífinu,“ sagði hann en bætti við að þegar skoðað var hvort munur væri á gildum barna sem stunduðu íþróttir og þeirra sem ekki stunda þær þá kæmu íþróttabörnin verr út úr samanburðinum og spilli keppnisskapið fyrir.

Aðalmynd: Gunnars Valgeirssonar, prófessor í félagsfræði við Californía State-háskóla í Bandaríkjunum. Mynd tók Kristinn Ingvarsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -