„Fólk er að leita að þægindum um leið og útliti. Allir hlaupa- og æfingaskór eru farnir að vera mun flottari en áður,“ segir Eyrún Eva Eyþórsdóttir.
Íþróttafatnaður er orðinn að tísku-, sem og hversdagsfatnaði, í stað þess að vera eingöngu notaður við íþróttir og æfingar. Á ensku er talað um þetta trend sem „Athleisure.“
Forbes segir í grein í lok september: „Athleisure-þróunin verður enn almennari þar sem íþrótta skófatnaður er að fara fram úr klæðilegri tískuskóm sem stærsti bandaríski skófatnaður á næsta ári.“
En hentar fatnaðurinn íslensku veðurfari? „Já núna eru sem dæmi að koma hlaupaskór sem eru vatnsheldir. Gore-tex skórnir eru vatnsheldir. „Holiday-season“ er núna að hefjast og þá fáum við hlýjan fatnað, hlaupafatnaðurinn kemur í þykkari jökkum og buxum sem hrinda frá sér.“
Eru vinsældir íþróttafatnaðar að aukast? „Já mjög mikið, bæði í fjölda viðskiptavina hjá okkur og eins hvernig maður sér alla í íþróttafatnaði hversdags,“ segir Eva Eyrún sem starfað hefur í versluninni í fimm ár. „Það er líka munur á fatnaðinum, gæði hafa aukist. Ég held alltaf að gæðin verði ekki bætt meira, en það gerist alltaf. Það er alltaf verið að finna nýjar leiðir sem henta betur.“
Hvað er vinsælast? „Tech Fleece vörurnar eru alltaf vinsælar. Jogginggallinn kemur í útgáfum fyrir alla, karla, konur og börn og í mörgum litum,“ segir Eyrún Eva. „Tech Fleece er vinsælt allt árið. Svo má nefna sem dæmi Air línuna fyrir konur. Það koma oft tímabundnar línur, sem eru í sölu í til dæmis eitt ár. Klassísku vörurnar eru líka alltaf vinsælar.“
Ný og stærri verslun
Nike verslunin Air í Smáralind opnar í dag nýrri og stærri verslun á 2. hæð Smáralindar. „Verslunin við hliðina á okkur færði sig og við stækkum í það rými líka. Karlafatnaður verður í gamla rýminu okkar og kvenfatnaður og barnafatnaður í nýja rýminu. Það verður þó opið á milli,“ segir Guðmunda Rós Helgadóttir Air verslunarinnar í Smáralind.
„Við erum að taka inn fótbolta, allar liðstreyjurnar og búningana. Einnig körfubolta,“ segir Guðmunda Rós. „Við höfum verið með eitthvað áður, en það er að bætast við fyrir börnin líka.“
Verslunin opnar kl. 11 í dag, laugardag og eru allir velkomnir til að kynna sér nýrri og stærri verslun. Veitingar verða í boði, DJ Jay-O spilar fyrir og Bylgjan verður í beinni og gefur gjafabréf.
Air verslunin opnaði í Smáralind 2014 og í Kringlunni 2017 og hafa þær notið mikilla vinsælda. Verslanirnar leggja mikla áherslu á sömu verð og tíðkast erlendis.