Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-12.2 C
Reykjavik

„It´s great,“ sagði Fischer og hljóp á eftir lömbunum – Upphaf vináttu Sæma Rokk og Bobby Fischer

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein frægasta vinátta Íslandssögunnar er án efa vinátta Bobby Fischer, skákmeistara og Sæma Rokk, fyrrverandi lögreglumanns. En hvernig byrjaði sú vinátta?

Árið sem Fischer tefldi við Boris Spassky á Íslandi í það sem kallað var Einvígi aldarinnar, 1972, var lögreglumaðurinn Sæmi Rokk, fenginn til að vera einhversskonar lífvörður sérlundaða skáksnillingsins frá Ameríku.

Á Vísi birtist svo frétt, skrifuð af Gunnari Finnssyni, þáverandi blaðamanni með fyrirsögn allra fyrirsagna, „It´s great,“ sagði Fischer og hljóp á eftir lömbunum. Var það fyrsta fréttin þar sem sagt var frá vináttu þeirra félaga.

Þeir höfðu farið í skemmtilega ökuferð eina nóttina en þar keyrðu þeir um sveitir í nágrenni Reykjavíkur og skoðuðu dýralífið og náttúruna. Eftirfarandi er brot úr fréttinni:

„Þegar við komum að Elliðaánum vildi Fischer endilega sjá laxinn og við stoppuðum og hann stökk út úr bilnum og fór að virða fyrir sér fiskinn í ánni. Svo héldum við áfram austur, og i hvert sinn sem við sáum hesta eða kindur og lömb þá vildi Fischer stoppa og við gerðum það og hann stökk út i móa og lék sér við dýrin. „Its great“ sagði hann og hljóp á eftir lömbunum, sem hann virtist sérstaklega hændur að. Svo keyrðum viö i Hveragerði
og austur hringinn, komum Grýtu og sýndum honum smáfossa og læki og var hann mjög
hrifinn af þessari sérkennilegu nátturu. „Its beautiful nature, I am not used to such climate“
sagði Fischer og virtist alveg gáttaður á þessu hreina og ómengaða lofti, sérstaklega
þegar hann bar það saman við mengunina i New York. Hann sagði okkur, að hann væri
dálitið einmana og að hann vildi kynnast einhverjum og við spjölluðum við hann um heima
og geima. Mér fannst hann vera mjög eðlilegur ungur maður, kannski örlitið barnalegur en
einlægur, og það er eiginlega furðulegt, að þessi sami maður skuli hafa verið svona harður i
horn að taka i öllum samningum.“

Komu þeir félagar ekki aftur í bæinn fyrr en upp undir morgun.

- Auglýsing -

„Klukkan var orðin um hálf sex um morguninn þegar við komum aftur i bæinn, og Fischer var mjög ánægður með ferðina og sagði að sig langaði til að fara einhvern tíma seinna með okkur og þá jafnvel í lengra ferðalag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -