Jafet S. Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn, 72 ára. Hann fæddist 29. apríl 1951.
Hann var um árabil áberandi í íslensku viðskiptalífi. Um tíma starfaði hann sem útibússtjóri Iðnaðarbankans og seinna Íslandsbanka. Hann var framkvæmdastjóri Íslenska útvarpsfélagsins á árunum 1994 til 1996 þegar hann stofnaði Verðbréfastofuna sem hann rak til ársins 2006.
Eftirlifandi eiginkona Jafets er Hildur Hermóðsdóttir, bókmenntafræðingur og fv. útgefandi. Börn þeirra eru Jóhanna Sigurborg, Ari Hermóður og Sigríður Þóra.
Morgunblaðið sagði frá andláti hans.