Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-4.7 C
Reykjavik

Jafnrétti og kynjahlutföll leiðarljós alþjóðlegrar stuttmyndahátíðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave er haldin í tólfta sinn nú um helgina, 25. – 27. október, í Frystiklefanum á Rifi, Snæfellsbæ.

 

Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda, hreyfimynda, vidjóverka og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annarra viðburða, til að mynda fiskiréttasamkeppni, fyrirlestra, vinnustofur og tónleika svo dæmi séu nefnd.

Dagskrána má finna í heild sinni hér.

Jafnrétti og kynjahlutföll hafa verið eitt af leiðarljósum hátíðarinnar frá upphafi. Það er mikilvægt fyrir ungar konur og kvikmyndagerðarkonur að eiga fyrirmyndir og geta speglað sig í kvikmyndum. Hátíðin hefur lagt mikla áherslu á að vekja athygli á þessu með ólíkum leiðum. Síðustu þrjú ár hafa konur verið gegnt meirihluta í dómnefndhátíðarinnar og verið heiðursgestir hátíðarinnar en auk þess hafa verið haldnar pallborðsumræður á vegum Wift um stöðu kvenna í kvikmyndagerð.

Hátíðin hefur bæði tekið up F-Rating kerfið og skrifaði nýverið undir 5050by2020 samkomulagið á Carl International Film Festival, ásamt þremur öðrum norrænum kvikmyndahátíðum. Fjallað var um undirskriftina í Screen Daily.

- Auglýsing -

Kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hann er einn af okkar fremstu kvikmyndatökumönnum og tók meðal annars Hross í Oss, Kona fer í stríð og Ófærð. Okkur finnst mikilvægt að varpa ljósi á störf fólksins sem starfar á bakvið tjöldin og það verður fróðlegt að hlusta á „Besta“ eins og hann er kallaður en hann verður með meistarspjall stýrt af Steinunni Ólínu Þorvarðardóttur leikkonu sem er með honum í dómnefnd hátíðarinnar.

Vinnustofur af ýmsu tagi, yfirleitt í samstarfi við Wift á Íslandi og Wift Nordic eru nú orðnar af árlegum hluta dagskrár Northern Wave. Stór vinnusmiðja, Norrænar Stelpur Skjóta, fyrir ungar konur í kvikmyndagerð á Norðurlöndum var haldin fyrr í vikunni í Grundarfirði í tengslum við hátíðina. Vinnusmiðjan var í  samstarfi við samstarfsaðila á Grænlandi, í Færeyjum, Noregi og Svíþjóð og Stelpur Skjóta á Íslandi. Vinnusmiðjan er samstarfsverkefni hátíðarinnar við Stelpur Skjóta,Wift og Wift Nordic og er fullfjármögnuð meðal annars af Norbuk og Kvikmyndasjóði Íslands. Sjá valda þátttakendur og vinnustofuna hér.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -