Mánudagur 13. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Jakob Frímann rændur fornfrægri bifreið: „Hér kom maður mjög óhuggulegur, ógnandi og reiður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég lenti persónulega í því fyrir nokkrum misserum að fornbíl var rænt sem var mér og fjölskyldunni mjög kær og hann færður í úthverfi og allt hirt úr honum,“ sagði Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, í  umræðu á Alþingi um vopnaburð lögreglu. Í ræðu sinni fjallaði hann um sársaukafulla reynslu sína af samskiptum við glæpaklíku á Íslandi og hræðslu lögreglunnar við að taka á málum. Bíl afa hans heitins, gamla kaupfélagsstjórabílnum A 4 af gerðinni Chevrolet Malibu 1979 var stolið. Bíllinn fannst og var bifreið frá Vöku send til að sækja hann.  Þegar Jakob Frímann kom til að líta á bílinn tók á móti honum dauðhræddur starfsmaður Vöku og var feginn að hitta hann.

„Hér kom maður mjög óhuggulegur, ógnandi og reiður í morgun yfir því að við hefðum fjarlægt bílinn og hérna er nafnið hans. Ég vissi að þú ættir þennan bíl. Hér er nafn og kennitala en þú ferð ekki að tala við hann sjálfur, þetta er hættulegur maður,“ hefur Jakob efttir starfsmanninum.

Jakob Frímann leitaði í framhaldinu til lögreglunnar þar sem sami ótti og hjá starfsmanni Vöku mætti honum. Lögreglumaðurinn ráðlagði Jakobi að tala ekki sjálfur við manninn sem værti hættulegur án þess að það væri skýrt nákvæmlega hvað væri að baki. Lögreglan sjálf gat ekkert gert. Þolandinn varð að leita til lögmanns.

„Enginn lögmaður vildi taka þetta mál að sér,“ segir Jakob Frímann í þingræðunni.

Hann uypplýsti svo að þarna voru íslenskir krimmar á ferð og hvers kyns ofbeldi er að festa rætur í samfélaginu.

„Hér eru komnar mafíur ýmissa landa, búnar að festa rætur í glæpastarfsemi af ýmsum toga. Við höfum því miður leyft þessu að gerast og viðgangast. Ég er ekki sérfræðingur í tegund vopna eða hvernig bregðast skuli við en með einhverjum markvissum og árangursríkum hætti þurfum við að berjast á móti þessu og bregðast við þessu hraðar og harðar en við höfum gert til þessa. Ég skora á dómsmálaráðherra að hika ekki við að losa okkur undan þessu ástandi vegna þess að það er tiltölulega nýtilkomið og við þurfum að grípa til skjótra aðgerða gegn því,“ sagði Jakob Frímann.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -