Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar, lést á Landspítalanum síðastliðinn fimmtudag. Hann var 89 ára er hann lést. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Jakob fæddist 28. júní 1931 í Neskaupstað. Hann varð stúdent frá MR og lauk síðan prófi í fiskifræði og stærðfræði við Háskólann í Glasgow. Jakob hóf störf hjá Fiskideild atvinnudeildar Háskóla Íslands árið 1956 sem síðar var ðað Hafrannsóknarstofnun. Þar gerðist hann aðstoðarforstjóri 1975 og síðar forstjóri 1984 sem hann gegndi til ársins 1998.

Fiskifræðingurinn Jakob var einn helsti sérfræðingur landsins á sviði síldarrannsókna. Undir hans forystu efldist starfsemi Hafrannsóknarstofnunar. Eftir að Jakob hætti sem forstjóri tók hann við stöðu prófessors við Háskóla Íslands en hélt áfram síldarrannsóknum af krafti. Á sviði fiskifræðinnar ritaði hann fjölda fræðigreina og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Jakob var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1965 og síðar stórriddarakrossi árið 1986.

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, minnist Jakobs í pistli á vefsíðu sinni. Þar rifjar hann upp fund sem hann sat með forstjóranum þegar Sigurjón stýrði Sjómannablaðinu Víkingi. „Jakob hafði gefið út að loðnustofninn stæði veikt og lagði til að litlar sem engar loðnuveiðar yrðu á komandi vertíð. Skipstjórarnir sóttu hart að fiskifræðingnum Jakobi. Hann varðist og færði rök fyrir máli sínu. Svo kom að einn skipstjóranna gat ekki leynt vonbrigðum sínum, hækkaði röddina, barði í borðið sagði, Jakob, þið verðið að telja aftur. Jakob brást við hinn rólegasti og sagði. Þið eruð eins og rónarnir. Þeir voru nokkrir saman að snapa fyrir flösku. Sem þá kostaði 200 krónur. Þeir töldu saman peningana sem þeir voru með og þeir áttu aðeins 197 krónur. Það vantaði enn þrjár krónur. Þá lagði einn þeirra til og sagði, teljum aftur,“ segir Sigurjón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -