Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Jamie Lee Curtis óánægð með kynningaraðferðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Jamie Lee Curtis er ekki hrifin af aðferðinni sem notuð var til að kynna Fiji vatn á Golden Globe hátíðinni.

Kynningin sem um ræðir var sett þannig upp að leikkona að nafni Kelleth Cutbert, sem nú hefur hlotið hefur viðurnefnið Fiji Water Girl, kom sér fyrir í bakgrunni ótal mynda sem teknar voru af fræga fólkinu á rauða dreglinum á Golden Globe. Myndir af stjörnunum þar sem leikkona sést í bakgrunni með bakka sem er fullur af Fiji vatni fór í kjölfarið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Jamie Lee Curtis lýsti yfir óánægju sinni með þennan gjörning á Instagram. Curtis sagði frá því að eiginmaður hennar hafi vakið athygli hennar á að mynd af henni hafi verið birt á vef CNN. Á myndinni er stelpan með Fiji vatnið í bakgrunni.

„Ég færði mig vísvitandi frá þessari augljósu kynningu,“ sagði leikkonan. Curtis sagðist þá hafa lagt áherslu á það við ljósmyndara að hún vildi ekki taka þátt í að auglýsa vöruna.

„Styrktaraðilar hátíða þurfa að fá leyfi frá fólki ef það á að mynda það við hliðina á varningi.“

Í samtali við People vill Kelleth Cutbert þá meina að þetta hafi ekki verið með ráðum gert, að hún hafi ekki lagt sérstaka áherslu á að staðsetja sig inn á myndum og jafnvel horfa beint í linsu myndavélanna.

„Það er allt morandi í ljósmyndurum alls staðar. Það skiptir ekki máli hvar þú stendur. Þú lendir alltaf inni á myndunum,“ sagði hún.

- Auglýsing -

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Vw! (@vanguardiaweb) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -