Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Jankovic afþakkar laun hjá UMFG: „Hann vill gefa til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Milan Stefán Jankovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Grindavík, hefur ákveðið að þiggja ekki laun hjá félaginu frá 15. mars til 15. apríl.

Vegna COVID-19 kórónuveirufaraldursins liggja æfingar niðri hjá öllum félögum og hafði Jankovic samband við UMFG að fyrra bragði og tilkynnti þeim ákvörðun sína.

„Hann hafði samband við okkur að fyrra bragði og tilkynnti okkur það að hann ætlaði ekki að þiggja laun frá 15. mars til 15. apríl frá félaginu. Félagið hafi hjálpað honum mikið í gegnum tíðina og hann vill gefa til baka,“ segir á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Grindavíkur UMFG.

Færslan í heild sinni:

„Við hjá knattspyrnudeildinni erum eins og aðrir Íslendingar sem eru með æfingar í hópíþróttum, bara „on hold“ í þessu blessaða Covid 19 ástandi. Það þýðir engar æfingar í heilan mánuð hjá okkur sem þýðir engin verkefni fyrir hvorki þjálfara né leikmenn og alls óvíst hvort útspil ríkisstjórnarinnar nái yfir hlutastörf, sem þjálfarastörf eru í lang flestum tilfellum.

- Auglýsing -

Við höfum aldrei upplifað svona ástand áður. Það eru mörg íþróttafélög á Íslandi að tapa mikið af sínum fjáröflunum og fá víða neikvæð svör þegar þau leita eftir styrkjum þ.a þetta ár og jafnvel næsta gæti orðið mörgum félögum erfitt. Félögin búin að gera samninga og margir lengri en eingöngu þetta ár.

Aðal erindi þessa þráðs snýst samt um Milan Stefán Jankovic, yfirmann knattspyrnumála hjá okkur, sem er að bregðast við þessu ástandi. Hann hafði samband við okkur að fyrra bragði og tilkynnti okkur það að hann ætlaði ekki að þiggja laun frá 15. mars til 15. apríl frá félaginu. Félagið hafi hjálpað honum mikið í gegnum tíðina og hann vill gefa til baka.

Við kunnum mikið að meta svona frumkvæði og þökkum Janko mikið vel fyrir örlætið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -