Sunnudagur 19. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Janus Rasmussen sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Færeyski raftónlistarmaðurinn Janus Rasmussen sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, Vín, í dag, föstudaginn 29. mars. Fyrsta smáskífan af Vín ber nafnið Lilla og fór í spilun 8. mars. Lagið hefur þegar fengið um 250.000 spilanir á Spotify, hvorki meira né minna.

Janus hefur starfað á Íslandi frá árinu 2004 og komið að fjölda verkefna í íslensku tónlistarlífi. Á dögunum hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir framlag sitt sem meðhöfundur og meðútsetjari lagsins Stone by stone í flutningi Arnórs Dan. Lagið var valið besta lagið í opnum flokki.

Þekktastur er Janus þó eflaust sem annar helmingur tvíeykisins KIASMOS, þar sem hann og Ólafur Arnalds hafa á undanförnum áratug spilað fyrir aðdáendur í öllum heimsálfum og á þeim tíma getið sér gott orð í hinni evrópsku raftónlistarsenu. Þá var Janus stofnandi og meðlimur poppsveitarinnar Bloodgroup og hefur auk þess unnið með ýmsum tónlistarmönnum, svo sem Heidriki, Hildi og Emmsjé Gauta. Hann var einnig annar meðlima færeyska rafpopp-dúósins Byrtu.

Vín kemur út hjá útgáfufyrirtækinu KI- records sem sérhæfir sig í raftónlist, en meðal annarra þekktra listamanna hjá útgáfunni eru Christian Löffler og Stimming. Janus stefnir á að fylgja útgáfu plötunnar eftir með tveggja vikna tónleikaferð þar sem þeir Christian Löffler munu einmitt leiða saman hesta sína í sameiginlegum Evróputúr.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -