Fimmtudagur 12. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jarðskjálftahrina í nótt – varað við skriðuföllum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Um 60 jarðskjálftar mældust í nótt nótt. Yfir 30 þeirra mældust við Gjögurtá, sem er á Tjörnesbrotabeltinu, og var sá stærsti þeirra 2.8 snemma klukkan ríflega fimm í morgun. Þá mældust um 30 skjálftar í Krýsuvík en enginn þeirra var yfir 2 að stærð. Þónokkur virkni hefur verið í sumar á Reykjanesskaganum þar sem stærsti skjálftinn mældist 5 að stærð 19. júlí síðastliðinn. Á Tjörnesbrotabeltinu var skjálftahrina í júní þar sem nokkrir skjálftar mældust þar yfir 5 að stærð.
Veðurstofa Íslands varar við úrkomu á Suður- og Vesturlandi í dag og er búist við auknum vatnavöxtum í ám og lækjum allt frá sunnanverðum Vestfjörðum austur að Suðausturlandi, þar með talið sunnanvert Hálendið. Há vatnastaða er í mörgum ám og lækjum sem eykur líkur á grjóthruni og skriðum þannig að ferðafólk er beðið að sýna sérstaka aðgát.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -