- Auglýsing -
Um 60 jarðskjálftar mældust í nótt nótt. Yfir 30 þeirra mældust við Gjögurtá, sem er á Tjörnesbrotabeltinu, og var sá stærsti þeirra 2.8 snemma klukkan ríflega fimm í morgun. Þá mældust um 30 skjálftar í Krýsuvík en enginn þeirra var yfir 2 að stærð. Þónokkur virkni hefur verið í sumar á Reykjanesskaganum þar sem stærsti skjálftinn mældist 5 að stærð 19. júlí síðastliðinn. Á Tjörnesbrotabeltinu var skjálftahrina í júní þar sem nokkrir skjálftar mældust þar yfir 5 að stærð.
Veðurstofa Íslands varar við úrkomu á Suður- og Vesturlandi í dag og er búist við auknum vatnavöxtum í ám og lækjum allt frá sunnanverðum Vestfjörðum austur að Suðausturlandi, þar með talið sunnanvert Hálendið. Há vatnastaða er í mörgum ám og lækjum sem eykur líkur á grjóthruni og skriðum þannig að ferðafólk er beðið að sýna sérstaka aðgát.