Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Jarðskjálfti upp á 7,3 skók Japan fyrir stundu – Flóðbylgjuviðvörun gefin út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfti að stærð 7,3 á Richter varð skammt undan ströndum Fukushima í Japan kl. 15:11 í dag. Gefin hefur verið út fljóðbylgjuviðvörun.

Samkvæmt frétt ABC fréttastofunnar fannst skjálftinn vel í höfuðborg Japan, Tókíó, en fljóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út og talið er að bylgjan geti náð allt að einum metra á hæð.

Um þessar mundir eru liðin 11 ár frá jarðskjálftanum og fljóðbylgjunni í Fukushima í Japan þar sem fjöldi fólks lét lífið en skjálftinn var 9.0 á stærð. Þá urðu gríðarlegar skemmdir á kjarnorkuverum Fukushima.

Enn sem komið er hafa ekki borist fréttir af mannfalli eða skemmdum en samkvæmt Reuters fréttastofunni sló rafmagni út í hluta Tókíó borgar. Forsætisráðherra landsins segir að nú standi yfir vinna við að meta skemmdir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -