Maður að nafni Janbaz Tarin hefur játað að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og tengdamóður.
21 árs maður að nafni Janbaz Tarin hefur játað að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, Raneem Oudeh, og tengdamóður sína, Khaola Saleem, í ágúst. Konurnar stakk hann fyrir utan heimili Saleem, í enska bænum Solihull, með þeim afleiðingum að þær létust.
Tarin og Oudeh voru gift en Oudeh sótti um skilnað þegar hún komst að því að eiginmaður hennar átti aðra konu og fjölskyldu í Afganistan. Tarin er sagður hafa verið ofbeldisfullur gagnvart Oudeh á meðan þau voru saman og eftir að Oudeh sleit sambandinu hélt hann áfram að áreita hana. Hún sótti um nálgunarbann á hann. Þess má geta að þau Tarin og Oudeh giftu sig að íslömskum sið en hjónabandið var ekki löggilt í Englandi.
Í frétt BBC segir að Tarin hafi eytt deginum sem morðið átti sér stað í að hafa uppi á mæðgunum. Þær höfðu hringt í lögregluna og óskað eftir aðstoð rétt áður en Tarin réðst á þær. Þegar lögregla kom á vettvang voru mæðgurnar látnar. Oudeh skilur eftir sig tveggja ára son.
Málið er til rannsóknar er Tarin hefur játað verknaðinn.
Mynd / af vef BBC