Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Játaði að hafa myrt Instagram-stjörnuna sem fannst í ferðatösku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lík rússnesku Instagram-stjörnunnar Ekaterinu Karaglanovu fannst ofan í ferðatösku á heimili hennar í Moskvu í síðustu viku. 33 ára gamall maður hefur játað að hafa myrt Karaglanovu.

Maður að nafni Maxim Gareev var handtekinn í gær grunaður um morðið. Hann hefur játað.

Hann játaði að hafa stungið Karaglanovu minnst fimm sinnum. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þar kemur fram að Karaglanova og Gareev hafi eitt sinn átt í ástarsambandi. Í fréttinni er einnig talað um myndband sem Rússnesk yfirvöld hafa birt, þar segir Gareev að hann hafi reiðst þegar Karaglanova „móðgaði og niðurlægði“ hann. Það hafi hann ekki þolað.

Karaglanova var einn af kunnari áhrifavöldum Moskvu-borgar með um 85 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún vakti athygli fyrir útlit sitt sem þótti um margt svipa til Audrey Hepburn en hún var líka skarpgrein og hafði nýverið útskrifast sem læknir.

Sjá einnig: Lík Instagram-stjörnu fannst ofan í ferðatösku

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -