Klukkan 22:00 í kvöld verður upplýst um innbrotið í höfuðstöðvar Mannlífs og bifreið ritstjóra fjölmiðilsins.
Rétt rúmar sex vikur eru liðnar frá innbrotinu. Lögreglan hefur frá því atvikið varð 20. og 21. janúar unnið að rannsókn málsins en ekkert hefur sýnilega miðað í þeim efnum.
Ritstjórn Mannlífs hefur einnig unnið að sjálfstæðri rannsókn málsins undanfarnar vikur. Á sunnudaginn hafði gerandinn samband við ritstjóra Mannlífs, baðst fyrirgefningar, og játaði verknaðinn og bauðst til þess að upplýsa undanbragðalaust um atvikin sem og tengsl sín við tiltekinn auðmann.
Í hlaðvarpinu Mannlífið með Reyni Traustasyni stígur umræddur einstaklingur fram og segir sögu sína í smáatriðum. Þátturinn verður sendur út á vefslóðinni www.mannlif.is kl. 22:00 í kvöld.