Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Jenni í Brain Police opnar dýragarð – Óli Palli ryksugar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbörn dagsins eru að þessu sinni tvö, en báðir mennirnir eru mjög vel að titlinum komnir.

Jens Ólafsson eða Jenni í Brain Police líkt og hann er kallaður er annað afmælisbarnanna en hann er 44 ára í dag. Jenni er Akureyringur en hefur nú lagt land undir fót og býr í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni, þar sem hann vinnur að sögn sem rafvirki og óðalsbóndi í frítíma.

Jenni hefur spilað með stórsveitum á borð við Brain Police, Toy machine, Best fyrir, Hot damn og Gimp. Þá lék hann Júdas í uppsetningu Vesturports á Jesus Christ Superstar, við góðan orðstír.

Mannlíf hafði samband við Jenna og spurði hann út í afmælisdaginn.

„Ætla ekki að gera mikið. Er á leiðinni núna til Svendborgar til krakkana að borða afmælisköku og svo borða með konunni,“ sagði afmælisbarnið hress í bragði.

En hvað er framundan hjá Jenna?

- Auglýsing -

„Framundan er gríðarlega mikil vinna til að mynda við að opna húsdýragarð í Danmörku og Brain er að finna dagsetningar fyrir tónleika.“

Hitt afmælisbarnið er útvarpsmaðurinn góðkunni, Ólafur Páll Gunnarsson eða Óli Palli eins og hann er yfirleitt kallaður en hann er 53 ára í dag. Óli Palli hefur verið ein aðal rödd Rásar tvö um áratugaskeið en þættir hans á borð við Rokkland, Poppland og Fuzz hafa slegið rækilega í gegn meðal landans í gegnum árin og er hann hvergi nærri hættur. Þá hefur hann spilað á gítar í hljómsveitum á borð við Ópal og Magnús sem og sungið með Fjallabræðrum.

Mannlíf heyrði í Óla Palla og spurði hann hvernig hann ætlaði að eyða afmælisdeginum.

- Auglýsing -

„Ég byrjaði daginn á að ryksuga og þurrka af. Það er búið að vera svo mikið að gera undanfarið, ég er í fullri vinnu og í háskólanámi á Bifröst í skapandi greinum og svo hélt ég tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirðinum í síðustu viku. Þannig að það var orðið svolítið loðið hjá mér. En núna er ég á Kringlukránni að fá mér pítsu og svo ætla ég að fara í Kringluna og Ikea, hvernig lýst þér á það?“ sagði Óli Palli hinn hressasti og bætti við: „Svo er ég að hugsa um að bjóða börnunum í mat í kvöld, heima á Akranesi.“

En hvað er á döfinni á næstunni hjá Óla Palla?

„Nú er skólinn kominn í frí og ég er búinn að skila öllu sem ég þurfti að skila af mér þar, þannig að það er bara vinnan og stuð. Bara sumarið að koma og sumarfrí einhverntíman framundan og veiðiferðir með yngsta syni mínum og bara njóta lífsins.“

Mannlíf óskar Jenna og Óla Palla innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -