Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Jessica Biel og Justin Timberlake eignuðust son

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Jessica Biel og söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake eignuðust son í síðustu viku, að því er Daily Mail fullyrðir. Meðgöngunni höfðu þau haldið algjörlega leyndri, en Jessica hefur ekki birt mynd þar sem líkami hennar sést á Instagram-reikningi sínum síðan í mars þegar hún birti mynd af sér á náttfötunum á afmælisdegi sínum. Fyrir eiga hjónakornin soninn Silas Randall, sem er fimm ára gamall.

Samband Jessicu og Justins er eitt af þeim endingarbestu í Hollywood, þau byrjuðu að vera saman árið 2007 og giftu sig árið 2012. Fyrir ári bað Justin eiginkonu sína opinberlega afsökunar eftir að myndir birtust af honum úti á lífinu í New Orleans í nánum samskiptum við leikkonuna Alisha Wainwright. Ef marka má fæðingu sonarins hafa hjónakornin náð fullum sáttum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -