- Auglýsing -
Eliza Reid forsetafrú átti á tíunda tímanum í gærkvöld einkafund með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Tilefnið var sérstakur viðburður tengdur bandarískum jafnlaunadegi þar sem athygli er vakin á aðgerðum til að uppræta óleiðréttan launamun kynjanna. Síðar í vikunni mun forsetafrúin taka þátt í landkynningarhátíðinni Taste of Iceland sem fer fram í Washington.
Eliza hitti einnig Joe Biden forseta Bandaríkjanna, en hann leit við á fundinum og þau ræddu saman ítarlega fyrir fundinn, samkvæmt því sem Biden sagði. „Hún er ötul baráttukona fyrir jafnrétti kynjanna, við áttum langt og gott samtal,“ sagði Biden í ræðu sinni.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hrósaði Elizu Reid forsetafrú í hástert í Hvíta húsinu í gærkvöld vegna framgöngu hennar í jafnréttismálum. Hann fékk Elizu upp á svið til sín en þurfti að bíða drykklanga stund eftir forsetafrúnni á meðan hún þakkaði fyrir sig og veifaði til viðstaddra.