Hinn áttatíu og eins árs gamli Joe Biden hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Biden sigraði Donald Trump með glæsibrag fyrir tæpum fjórum árum síðan. Trump er enn að en þarf að takast á við nýjan keppinaut að þessu sinni.
Þetta hefur lengi legið í loftinu; Biden hefur verið hvattur til þess af samflokksmönnum sínum að hætta og leyfa öðrum frambjóðanda að takast á við Donald Trump í komandi forsetakosningum.
Líklegt er talið að varaforsetinn Kamala Harris taki við keflinu af Biden, en það er þó ekki komið á hreint á þessari stundu.
Hrakandi heilsufar Biden hefur valdið mörgum áhyggjum og frammistaða hans gegn Trump í kappræðum þótti afar slæm og margir sögðu að greinilegt væri að Biden væri engan veginn í stakk búinn til að halda áfram baráttunni.
Þegar Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hvatti Biden til að draga sig í hlé var nokkuð ljóst í hvað stefndi, en Biden og Obama eru miklir mátar enda var Biden varaforseti Obama í átta ár.