Þrátt fyrir að Joe Exotic, aðalstjarna Netflix-þáttanna Tiger King, afpláni nú 22 ára fangelsisdóm er hann nýtt andlit væntanlegrar fatalínu frá merkinu Odaingerous
Joe og eigandi Odaingerous, Odain Watson, hafa sameinað krafta sína við gerð nýrrar fatalínu og er Joe innblásturinn á bak við hönnunina.
Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá þessu, þar kemur fram að afrakstur samstarfsins muni brátt líta dagsins ljós en verið sé að ganga frá nokkrum atriðum er snúa að fjármögnun. Watson sagði frá því á Instagram að nú væri stutt í að línan færi í sölu.