Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason gerir upp í ferilinn í nýjasta tölublaði Mannlífs og ræðir baráttuna við erlenda tónlistarrisa og sögusagnir um samkynhneigð.
„Ég byrjaði eiginlega að drekka af því ég var svo feiminn og þegar voru komnar fullt af stelpum í kringum mig sá ég þetta sem leið til að vinna úr því. Hins vegar varð þessi feimni til þess að ég þorði lítið að tala við stelpurnar og þorði ekki að gera neitt þegar þær reyndu við mig,“ segir Jóhann sem segir að feimni hans við stelpurnar hafi líklega orðið til þess að sögur um samkynhneigð hafi farið á kreik. Þær hafi verið erfiðar sökum þess hvernig samfélagið var á þessum tíma og samkynhneigð varla viðurkennd.
„Þess vegna fóru af stað þessar sögur um að ég væri samkynhneigður. Þær voru andstyggilegri á þessum tíma þegar henni fylgdi enn svo mikil skömm. Ég reyndi hvað ég gat til að taka þetta ekki nærri mér en mér fannst þetta mjög erfitt og leiðinlegt. Það er svo auðvelt að koma svona sögum af stað og þetta loddi lengi við mig. Eftir á held ég þó að margir hafi skammast sín fyrir að bera út þessar sögur,“ segir Jóhann alvarlegur í bragði.
Lestu viðtalið við Jóhann í nýjasta tölublaði Mannlífs.