Jóhanna nokkur, íbúi á Selfossi, er fegin því að hafa sloppið lifandi frá ökumanni stórrar Toyota Landcruiser bifreiðar sem keyrði næstum yfir hana í bænum. Með snarræði náði hún að henda sér af hjólinu og sleppa þannig ósködduð.
Jóhann fjallar um atvikið í hópi bæjarbúa á Facebook og segir hún ökumanninn líklega hafa veirð upptekinn við annað við stýrið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhanna bjargar sér með snarræði.
„Ég vil minna fólk á að horfa í kringum sig þegar það er að keyra, það munaði engu að risa landkrúser keyrði mig niður af hjólinu rétt áðan, ég henti mér sjálf af hjólinu þegar ég sá að ökumaðurinn var ekki með athyglina á umferðinni og fyrir snaræði þá slapp ég við að vera ekin niður… og ekki í fyrsta skiptið. Fólk er orðið rosalega upptekið við eitthvað annað en umferðina undir stýri, það verður ekki aftur tekið að keyra á einhvern… og tala nú ekki um ef það er barn. Tillitsemi kostar ekkert,“ segir Jóhanna.
Dagmar er mjög brugðið og kannast við vandamálið. „Úff þetta er hræðilegt ég hef oft lenti í því að það sé ekki stoppað fyrir mér á gangbraut og ég hef séð fólk tala í símann á meðan það er að keyra, segir Dagmar.
Sunna bendir hins vegar á að vandamálið sé hjólreiðamennirnir. „Foreldrar og forráða menn barna verða ! að segja börnum að það á að leiða hjólinn yfir gangbraut, fullorðnir mega líka taka þetta til sín, segir Sunna.
Katrín er á svipaðri skoðun. „Við vorum á leið héðan áðan og fyrst hjólaði barn þvert í veg fyrir okkur og svo kom bíll þvert yfir Eyraveginum og fyrir okkur. Það var ekki þessu fólki að þakka að ekki urðu alvarleg slys,“ segir Katrín ákveðin.
Guðbjörg er líka þeirrar skoðunar að hjólareiðfólk eigi að passa sig. „Margir og þá sérstaklega börn og unglingar æða út á göturnar í veg fyrir bíla og taka sem gefið að allir sjái þau, þó svo það sé aðeins um tveir metrar sem þau eru sýnileg. Held að allir þurfi að sýna varkárni hér,“ segir Guðbjörg.