Jóhanna Helga Jensdóttir hefur nú stigið fram og lýst því að knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson réðst á hana á skemmtistaðnum B-5 og veitt henni áverka sem ekki hurfu fyrr en nokkrum vikum síða. Morgunblaðið rekur þetta mál í frétt. Frásögn Jóhönnu fer saman við það sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur sagt. Mannlíf nafnbirti Kolbein fyrst fjölmiðla en aðrir héldu sig dögum saman við að það hefði verið „landsliðsmaður“ sem réðst á konurnar. Nokkrum dögum síðar fullyrti Kolbeinn í yfirlýsingu að hann hefði ekki skaðað konurnar tvær þótt framkoma hans hefði verið gagnrýniverð. Kolbeinn greiddi báðum háar skaðabætur en segist nú vera saklaus af líkamsárás eða kynferðislegri áreitni. Frásögn Jóhönnu rekur hann til baka með þá sögu …