Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Jóhannes á Herjólfsstöðum: „Þetta er langt umfram það sem hefur verið á undanförnum árum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bóndinn á Herjólfsstöðum í Álftaveri – og oddviti Skaftárhrepps – Jóhannes Gissurarson, segir að nýhafið jökulhlaup í Mýrdalsjökli vera langt umfram það sem hann hafi nokkurn tíma séð áður; segir að vatn sé úti um allt í sem og við farveg árinnar Skálmar og í landinu austan við hana á um þrjátíu kílómetra kafla að Mýrdalsjökli, en þetta kom fram á RÚV.

Búið er að loka hringveginum frá Vík í Mýrdal að Kirkjubæjarklaustri vegna hlaupsins. Kom fram að vatn hóf að flæða yfir Skálmarbrú upp úr hádegi; nú er vegurinn farinn í sundur að hluta.

Almannavarnir ríkislögreglustjóra hafa nú lýst yfir óvissustigi vegna ástandins – í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi.

Jóhannes bóndi segir að þótt jökulhlaup séu nokkuð algeng úr Mýrdalsjökli á sumrin sé þetta hlaup með því stærsta er hann hefur séð:

„Ég hef aldrei nokkurn tíma séð þetta áður. Það vex í öllum jökulvötnum á sumrin og það hefur verið svo sem í gegnum árin alltaf að koma einhvers staðar austur af jöklinum jökulhlaup eða smáskot af jarðhitavatni en þetta er nú svo langt umfram það sem hefur verið á undanförnum árum, það er engu saman að jafna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -